Erlent

Starfsfólk í Japan sent heim að eignast börn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Tókýó.
Frá Tókýó.

Japönsk stórfyrirtæki hafa nú tekið upp á því að hleypa starfsmönnum sínum fyrr heim tvisvar í viku, í þeirri von að barneignir glæðist.

Vinnusemi er Japönum í blóð borin og 12 klukkustunda vinnudagur þykir ekkert tiltökumál þar í landi. Japanar fljóta þó sofandi að feigðarósi með fæðingartíðnina 1,34 sem er með því lægsta í heiminum, sem sagt 1,34 fæðingar árlega á hverja þúsund íbúa. Þessi tala táknar einfaldlega að getnaður Japana er í bullandi mínus og þjóðin nær ekki að viðhalda sjálfri sér.

Hvergi eru eldri borgarar fjölmennari en í Japan, 21 prósent þjóðarinnar er eldri en 65 ára og fari sem horfir verður sá hópur kominn í 40 prósent árið 2055. Til að bregðast við þessu hefur myndavélaframleiðandinn Canon ásamt fleiri stórfyrirtækjum riðið á vaðið og leyft starfsmönnum að fækka vinnustundunum í því augnamiði að fjölga sjálfum sér.

Þessum styttri dögum lýkur þá klukkan 17:30 sem margar þjóðir myndu telja í síðbúnari kantinum en Japanar, sem gjarnan vinna langt fram á kvöld, líta á sem gríðarmikla ívilnun - og skref í átt að hærri fæðingartíðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×