Innlent

Frumvarp um kyrrsetningu eigna auðmanna

Vinstri grænir hafa lagt fram frumvarp um kyrrsetningu eigna auðmanna þar sem grunur leikur á að ólöglega hafi verið staðið að viðskiptum. Um er að ræða forvörn segir Álfheiður Ingadóttir, til þess ætluð að koma í veg fyrir að eignum sé skotið undan.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjármálaeftirlitið fái heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi eigenda og stjórnenda gömlu bankanna.

Hvort fleiri verði teknir fyrir, segir Álfheiður að það sé ekki miðað við þetta frumvarp. Það séu hins vegar í lögum ákvæði um kyrrsetningu almennt.

Ýmsir hafa haldið því fram að ef lög þessi ganga í gegn, þýði það að erlendis fjárfestar fari frá landinu eða hætti við að koma. Álfheiður gerir ekki ráð fyrir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×