Erlent

Ósáttur við hraðamælingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Danskur ökumaður, sem lögregla mældi á of miklum hraða, varð svo ósáttur við að lenda í mælingunni að hann lagði bíl sínum beint fyrir framan lögreglubílinn til að koma í veg fyrir að lögreglan gæti mælt hraða annarra bíla. Maðurinn fékkst ekki til að færa sig fyrr en fleiri lögregluþjónar voru fengnir til aðstoðar. Auk hraðasektar fékk ökumaðurinn ósátti sekt fyrir að hafa ekki ökuskírteinið meðferðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×