Íslenski boltinn

Gunnar Oddsson: Enginn bilbugur á mér

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar.
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar.

Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var vissulega ekki eins sáttur og kollegi hans hjá Fylki.

„Fylkismenn voru klárlega sterkari í fyrri hálfleik. Við gerðum tvær skiptingar í leikhléi vegna meiðsla og færðum okkur framar á völlinn.

Við fórum að vinna lausu boltana og tæklingar og það er það sem vinnur leiki. Mér fannst við sterkari nánast allan seinni hálfleikinn," sagði Gunnar Oddsson.

„Staðan er einfaldlega þannig að við erum í kjallaranum, við erum þreyttir eftir þessa törn en við stefnum bara á að vinna næsta leik.

Við verður að fara að taka fleiri stig, það er alveg ljóst," sagði Gunnar.

Aðspurður um hvort hann sé farinn að óttast um stöðu sína hjá Þrótti sagði Gunnar;

„Hlutirnir eru einfaldlega þannig að þegar stigin koma ekki í hús þá hugsa menn um hvað sé hægt að gera. Það er hins vegar enginn bilbugur á mér, við spiluðum ágætis leik gegn Keflavík um daginn og áttum að mér finnst klárlega meira skilið út úr þessum leik," sagði Gunnar að lokum.

Gunnar sagðist engan veginn gramur út í leikmenn liðsins og sagði að leikmenn sínir leggðu sig alla fram.

Staða Þróttar eftir þennan ósigur er verulega slæm og sitja þeir í næst neðsta sæti með 5 stig eftir 10 leiki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×