Enski boltinn

Kolo Toure: Gallas er enginn vinur minn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolo Toure og William Gallas, miðverðir Arsenal-liðsins vinna saman á óvenjulegan hátt.
Kolo Toure og William Gallas, miðverðir Arsenal-liðsins vinna saman á óvenjulegan hátt. Mynd/GettyImages

Miðvarðarpar Arsenal, Kolo Toure og William Gallas, ná vel saman inn á vellinum en ekki utan hans ef marka má viðtal við Kolo Toure á heimasíðu Sky Sports.

Varnarleikur Arsenal-liðsins hefur verið mjög góður að undanförnu enda hefur liðið aðeins fengið á sig 5 mörk í síðustu 15 leikjum. Arsenal er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og komst í vikunni inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Samband okkar hefur batnað en þá á bara við inn á vellinum. Meðan við erum inn á vellinum að spila þá högum við okkur eins og atvinnumenn og tölum saman," sagði Toure og bætti við.

„Ég er góður vinur Johan Djourou, Emmanuel Eboue og Gael Clichy en sömu sögu er ekki að segja af William. Hann er enginn vinur minn og við náum ekki saman utan vallar," sagði Toure.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×