Innlent

Leika Óðinn til gleðinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins léku einnig verk eftir Beethoven fyrir tveimur áurm.
Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins léku einnig verk eftir Beethoven fyrir tveimur áurm.
Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins munu flytja saman Óðinn til gleðinnar, sem er 9. sinfónía Beethovens, í Langholtskirkju í dag klukkan 17. Fram kemur í fréttatilkynningu vegna tónleikanna að þetta sé í fyrsta sinn sem að æskufólk flytji þetta verk og að það sé flutt í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins.

Einsöngvarar verða þau Auður Gunnarsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Snorri Wium og Jóhann Smári Sævarsson. Stjórnandi Háskólakórsins og Sinfóníu unga fólksins er Gunnsteinn Ólafsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×