Íslenski boltinn

Luca Kostic: Draumaúrslit

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luca Kostic.
Luca Kostic.

„Þetta eru algjör draumaúrslit fyrir okkur. Fyrir leikinn voru margir leikmenn tæpir hjá mér en það gerir þennan sigur enn sætari," sagði Luca Kostic, þjálfari Grindvíkinga eftir sigurinn á Þrótti í kvöld 2-1.

Grindvíkingar skoruðu tvö mörk gegn vindinum í fyrri hálfleik. „Þróttarar voru sterkari í fyrri hálfleik og því gott að ná þessum mörkum. Við vorum hinsvegar með tökin í seinni hálfleiknum," sagði Luca.

„Ég er alveg í skýjunum með að hafa náð í fjögur stig úr þessum fyrstu tveimur leikjum. Ég vissi að það væru hæfileikaríkir leikmenn í þessu liði og það getur gert góða hluti."

Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttara, var skiljanlega ósáttur í leikslok en hans menn sitja á botni deildarinnar eftir úrslit kvöldsins.

„Ég er ósáttur við að við náðum ekki að skora meira á þá í fyrri hálfleiknum því við fengum svo sannarlega færi til þess. Svo set ég spurningamerki við annað markið hjá Grindvíkingum því mér fannst vera brot á undan en hlakka til að sjá það í sjónvarpinu," sagði Gunnar.

„Við verðum bara að sækja stig strax í næsta leik. Það er bara þannig," sagðu Gunnar en Grindavík heimsækir Val í næsta leik.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×