Innlent

Framsókn ætlar að endurgreiða Íslandspósti

Framsóknarflokkurinn hefur ekki endurgreitt Íslandspósti 150 þúsund króna styrk sem flokkurinn fékk frá Íslandspósti árið 2007. Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri flokksins segir hins vegar í samtali við fréttastofu að til standi að endurgreiða styrkinn.

Ríkisendurskoðun birti á föstudaginn í fyrsta skipti útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007. Þar kom fram að Íslandspóstur, sem er í opinberri eigu, styrkti Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk, Vinstri græna og Framsóknarflokk í kosningabaráttunni vorið 2007, en slíkt er ólöglegt samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðendur.

Drífa Snædal, framkvæmdastýra VG, sagði við fréttastofu fyrr í dag að VG hefði endurgreitt Íslandspósti styrkinn og Samfylkingin tilkynnti í morgun að flokkurinn ætlaði að endurgreiða sinn hlut.






Tengdar fréttir

Vinstri grænir skila einnig styrk frá Íslandspósti

Vinstrihreyfingin grænt framboð skilaði í dag 150 þúsund króna styrk sem flokkurinn fékk frá Íslandspósti árið 2007, segir Drífa Snædal framkvæmdastýra flokksins. Samfylkingin tilkynnti í morgun að flokkurinn ætlaði endurgreiða Íslandspósti styrk frá fyrirtækinu.

Samfylkingin endurgreiðir styrk

Samfylkingin ætlar að endurgreiða síðar í dag 150 þúsund króna styrk sem flokkurinn fékk frá Íslandspósti árið 2007, segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri flokksins í samtali við fréttastofu. Hún segir að Samfylkingin harmi mistökin og að verklagsreglur við öflun styrkja til flokksins verði hertar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×