Innlent

Reykjavík leiði rafbílavæðingu

Borgaryfirvöld telja raunhæft að Reykjavík leiði rafbílavæðingu. Fréttablaðið/auðunn
Borgaryfirvöld telja raunhæft að Reykjavík leiði rafbílavæðingu. Fréttablaðið/auðunn

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur stofnað starfshóp sem finna á leiðir til að gera Reykjavík forystuborg í rafbílavæðingu. Forsvarsmenn borgarinnar telja kjöraðstæður fyrir hendi til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla á hagkvæman hátt.

Starfshópurinn mun gera áætlun um rafbílavæðingu og kanna aðstæður til að innleiða hleðslukerfi í borginni. Kosturinn við raforkuna er að hún er innlend, endurnýjanleg, ódýr og einnig mun draga verulega úr loft­mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, eins og segir í tilkynningu frá borginni.

Hópurinn á að skila skýrslu ásamt tillögum í mars næstkomandi. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×