Innlent

Greiðsluaðlögun samþykkt

Alþingi samþykkti í gær frumvarp dómsmálaráðherra um greiðsluaðlögun vegna efnahagsástandsins. Nú verður hægt að gera breytingar á kröfum í eigu Íbúðalánasjóðs eða fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins sem tryggðar eru með veði í íbúðarhúsnæði hérlendis sem ætlað er til eigin nota.

Meðal breytinga sem gera má er fjölgun gjalddaga, greiðslufrestur um tiltekinn tíma, nýr lánstími og skuldbreyting vanskila. Sá hluti skulda sem fellur utan andvirðis eignar telst til samningskrafna. Úrræðið ber nú heitið greiðsluaðlögun í stað skuldaaðlögunar.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×