Íslenski boltinn

Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi

Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk.

"Það má segja að við höfum verið heppnir að fá eitt stig út úr þessum leik. Þegar við komumst í tvö núll þá slokknaði bara á okkur, við vorum ekkert inni í leiknum fyrr en staðan var orðin 4:2," segir Kristján.

Hann segist ekki hafa neina ákveðna skýringu á þessu lánleysi keflvíkinga en kallar eftir að menn vinni sína vinnu betur yfir höfuð.

Aðspurður hvort Blikarnir hafi komið honum á óvart segir Kristján:

"Já þeir voru í hvítum sokkum, við héldum að þeir yrðu í grænum. Nei, nei það var ekkert sérstakt. Þeir eru með sprækt lið og skemmtilegt."

Kristján segir að nokkur mistök hafi kostað þessi fjögur mörk sem þeir fengu á sig.

"Það voru nokkrar ákvarðanir þarna inni á vellinum sem voru ekki alveg í lagi og ég kalla bara eftir því að við vinnum okkar vinnu betur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×