Enski boltinn

Crewe úr botnsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe. Nordic Photos / Getty Images

Crewe kom sér í dag úr botnsæti ensku C-deildarinnar með góðum 2-1 sigri á Tranmere Rovers.

Guðjón Þórðarson hefur því stýrt Crewe til sigurs í tveimur af fjórum deildarleikjum til þessa og strax búinn að lyfta liðinu úr botnsætinu.

Fjögur neðstu liðin falla úr deildinni en Crewe er sem stendur í því þriðja neðsta með 22 stig, einu meira en Hereford og Cheltenham sem eru nú á botninum.

Það vantar hins vegar sex stig til þess að komast frá fallsvæði deildarinnar en Swindon og Brighton eru í næstu sætum fyrir ofan fallsvæðið með 28 stig. Leyton Orient er í fjórða neðsta sætinu með 26 stig.

Tranmere komst yfir með marki á 26. mínútu leiksins en þeir Mark Carrington og Joel Grant skoruðu bæði mörk Crewe á síðustu sjö mínútum leiksins.

Leicester er í efsta sæti deildarinnar með 64 stig, tíu meira en MK Dons sem er í öðru sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×