Einn lottóspilari var með allar tölurnar réttar í útdrættinum í kvöld og hlaut hann tæpar 16 milljón krónur í vinning. Hann keypti miðann í Fjarðarkaupum við Hólshraun í Hafnarfirði. Fjórir spilarar voru með fjórar réttar tölur og bónustölu og hlýtur hver um sig rúmlega 70 þúsund krónur.
Vann 16 milljónir í lottó
