Lífið

Dom DeLuise kveður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Dom DeLuise, vinstra megin, ásamt Burt Reynolds í sjúkrabílnum sem þeir félagar óku í Cannonball Run II árið 1981.
Dom DeLuise, vinstra megin, ásamt Burt Reynolds í sjúkrabílnum sem þeir félagar óku í Cannonball Run II árið 1981.

Bandaríski gamanleikarinn Dom DeLuise er látinn, 75 ára að aldri. Undir það síðasta stríddi hann við sykursýki og allt of háan blóðþrýsting en leikarinn stórvaxni lést á sjúkrahúsi á Santa Monica í Kaliforníu í fyrradag. DeLuise gerði garðinn frægan í mörgum af gamanmyndum Mel Brooks, svo sem Blazing Saddles og Silent Movie, auk þess sem hann sló eftirminnilega í gegn ásamt Burt Reynolds í kvikmyndinni Cannonball Run árið 1981.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.