Afskriftir húsnæðislána fari ekki fram í bönkum 27. ágúst 2009 06:00 Lilja Mósesdóttir Það er „fáránlegt" að láta bankana leita leiða til að aðstoða fólk við að standa í skilum af húnsæðislánum. Bankarnir hafa þá einu hagsmuni, í slíkri aðgerð, að tryggja hagsmuni bankans. Svo segir formaður félagsmálanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir. „Almenn aðgerð yrði hins vegar mótuð af hagsmunum beggja: skuldara og kröfuhafa. Þannig mætti lágmarka tap skuldaranna, eins og hægt er, en um leið að tryggja að fólk getið haldið áfram að greiða af lánum og haldið eignum sínum," segir hún. Það bjóði einnig upp á mismunun, ef þeir sem taka ákvörðun um niðurskriftir sé sama fólkið og veitti lánin á sínum tíma. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur í sama streng; bankarnir eigi ekki að afskrifa húsnæðislán sjálfir. Aðkomu stjórnvalda eða fulltrúa neytenda þurfi til. Hann óttast að annars verði niðurstaðan ekki nógu réttlát og hagkvæm fyrir neytendur. „Það hefur verið allt of mikið af því á Íslandi að hagur neytenda sé ákvarðaður af fyrirtækjum," segir hann. Sérstakur gerðardómur beggja aðila eigi helst að komast að niðurstöðu um þetta. Talsmaðurinn segir afskriftir skulda ekki eiga að kosta ríkið útgjöld, nema að því leyti sem það er kröfuhafi bankanna. En þeir fá minna út úr bönkunum en ella með niðurfellingu. Gísli Tryggvason Spurður hvort sama eigi við um gengis- og verðtryggð lán, segist hann leggja til sömu málsmeðferð fyrir báðar tegundir lánanna. Þó séu „fleiri og sterkari röksemdir fyrir niðurfærslu gengislána". Þau hafi hugsanlega hafa verið ólögleg, fyrir utan að forsendubrestur hafi orðið við lækkun á gengi krónu. Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að þar sé nú unnið að „leiðréttingu höfuðstóls allra húsnæðislána". Viðskiptavinum bankans verði boðið að færa gengis- og verðtryggð lán yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir, en Már segir aðspurður að nýti fólk sér þetta muni það ekki skerða rétt þess til að nýta önnur hugsanleg úrræði frá stjórnvöldum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings segir „ljóst að það þarf að afskrifa einhvern hluta skulda". Almenn stefna um afskriftir sé þó ekki til staðar í bankanum. Ef þetta eigi að gera þurfi línan að koma frá stjórnvöldum og vera samræmd milli fjármálastofnana. Þær einu upplýsingar fengust hjá fjölmiðlafulltrúa Landsbankans í gær að málin væru „í skoðun" þar á bæ. Ekki náðist í Gylfa Magnússon, viðskipta- og bankamálaráðherra. klemens@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Það er „fáránlegt" að láta bankana leita leiða til að aðstoða fólk við að standa í skilum af húnsæðislánum. Bankarnir hafa þá einu hagsmuni, í slíkri aðgerð, að tryggja hagsmuni bankans. Svo segir formaður félagsmálanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir. „Almenn aðgerð yrði hins vegar mótuð af hagsmunum beggja: skuldara og kröfuhafa. Þannig mætti lágmarka tap skuldaranna, eins og hægt er, en um leið að tryggja að fólk getið haldið áfram að greiða af lánum og haldið eignum sínum," segir hún. Það bjóði einnig upp á mismunun, ef þeir sem taka ákvörðun um niðurskriftir sé sama fólkið og veitti lánin á sínum tíma. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur í sama streng; bankarnir eigi ekki að afskrifa húsnæðislán sjálfir. Aðkomu stjórnvalda eða fulltrúa neytenda þurfi til. Hann óttast að annars verði niðurstaðan ekki nógu réttlát og hagkvæm fyrir neytendur. „Það hefur verið allt of mikið af því á Íslandi að hagur neytenda sé ákvarðaður af fyrirtækjum," segir hann. Sérstakur gerðardómur beggja aðila eigi helst að komast að niðurstöðu um þetta. Talsmaðurinn segir afskriftir skulda ekki eiga að kosta ríkið útgjöld, nema að því leyti sem það er kröfuhafi bankanna. En þeir fá minna út úr bönkunum en ella með niðurfellingu. Gísli Tryggvason Spurður hvort sama eigi við um gengis- og verðtryggð lán, segist hann leggja til sömu málsmeðferð fyrir báðar tegundir lánanna. Þó séu „fleiri og sterkari röksemdir fyrir niðurfærslu gengislána". Þau hafi hugsanlega hafa verið ólögleg, fyrir utan að forsendubrestur hafi orðið við lækkun á gengi krónu. Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að þar sé nú unnið að „leiðréttingu höfuðstóls allra húsnæðislána". Viðskiptavinum bankans verði boðið að færa gengis- og verðtryggð lán yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir, en Már segir aðspurður að nýti fólk sér þetta muni það ekki skerða rétt þess til að nýta önnur hugsanleg úrræði frá stjórnvöldum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings segir „ljóst að það þarf að afskrifa einhvern hluta skulda". Almenn stefna um afskriftir sé þó ekki til staðar í bankanum. Ef þetta eigi að gera þurfi línan að koma frá stjórnvöldum og vera samræmd milli fjármálastofnana. Þær einu upplýsingar fengust hjá fjölmiðlafulltrúa Landsbankans í gær að málin væru „í skoðun" þar á bæ. Ekki náðist í Gylfa Magnússon, viðskipta- og bankamálaráðherra. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira