Erlent

Breskar herþyrlur í Afganistan skortir brynvörn

MYND/AFP

Breskar herþyrlur sem senda á til Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni gegn Talibönum geta hugsanlega ekki tekið þátt í bardögum vegna þess að þær eru ekki nægilega brynvarðar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu the Daily Telegraph en þyrluflugmenn í breska hernum eru sagðir æfir yfir ákvörðun yfirmanna sinna að senda þyrlurnar, sem eru af gerðinni Merlin, til átakasvæðisins.

Talsmenn breska varnarmálaráðuneytisins vísa ásökununum á bug og segja þyrlurnar nægilega vel varðar. Flugmönnunum þykir ekki nægilega mikið að gert og krefjast þeir að vélarnar fái meiri brynvörn en til stendur að nota þær til flutninga á hermönnum í Helmand héraði þar sem Talíbanar hafa mikil ítök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×