Innlent

Niðurstaða prófkjörs Samfylkingarinnar í SV staðfest

Árni Páll Árnason varð efstur í prófkjörinu.
Árni Páll Árnason varð efstur í prófkjörinu.
Öllum leikreglum var fylgt í þaula í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um helgina og staðfestir stjórn Kjördæmaráðs Samfylkingarinnar niðurstöðu prófkjörsins.

Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í stjórn kjördæmisráðs og kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í gær vegna framkominna athugasemda um framkvæmd prófkjörsins. Í tilkynningu frá stjórn kjördæmaráðsins og kjörstjórninni segir að farið hafi verið ítarlega yfir framkvæmdina og einhugur sé um að öllum leikreglum hafi verið fylgt í þaula.

Utankjörfundaratkvæði voru alls 259. Þar af voru metin gild 112 en 147 voru ekki á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×