Erlent

Mæður vinna 40 prósent meira á heimilinu en feður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Miklu munar á vinnuframlagi mæðra og feðra á breskum heimilum samkvæmt könnun Legal and General.
Miklu munar á vinnuframlagi mæðra og feðra á breskum heimilum samkvæmt könnun Legal and General.

Vinnuframlag breskra mæðra á heimilinu er að meðaltali 40 prósent meira en feðranna. Það var rannsókn breska tryggingafélagsins Legal and General sem leiddi þessa niðurstöðu í ljós en í henni kom fram að mæður, sem þó vinna fulla vinnu utan heimilisins, séu að meðaltali önnum kafnar á heimilinu 55 klukkustundir á viku við að sinna börnum og húsverkum.

Sé litið til vinnuframlags hjóna á heimili, óháð því hve mikið þau vinna utan heimilisins, er meðalvinnuframlag móður 74 klukkustundir á viku, og nær það til allra sjö daganna, ekki aðeins hefðbundinnar vinnuviku, á meðan karlmaðurinn á heimilinu sinnir börnum og búi að meðaltali ekki nema um 53 klukkustundir.

Klukkustundafjöldinn fer svo allt upp í 82 stundir hjá mæðrum sem eru ekki í vinnu utan heimilisins og segja rannsakendurnir þetta mikla aukningu frá árinu 2005 þegar þetta var síðast skoðað. En hvers vegna er tryggingafélag að slá slíkum upplýsingum fram? Jú, Legal and General vill vekja athygli á því að þrátt fyrir allt puðið á heimilinu séu aðeins 53 prósent breskra mæðra líftryggðar og sjúkdómatryggingar njóta aðeins 26 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×