Ómar fer í aðgerð á öxl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2009 12:00 Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur. Mynd/Anton Hætt er við því að Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, spili lítið sem ekkert með sínum mönnum í sumar þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð á öxl í byrjun næsta mánaðar. „Það er stefnt að því að aðgerðin fari fram 11. mars en vonandi verður það fyrr," sagði Ómar sem meiddist upphaflega skömmu áður en Íslandsmótið hófst á síðasta tímabili. „Skömmu fyrri mót fékk ég högg á öxlina og hún fór hálfa leið úr liðnum áður en hún hrökk sjálf aftur í lið," sagði Ómar. „Það gafst ekki tími til að laga þetta almennilega fyrir mót og því var ég að þjösnast á þessu allt sumarið. Það gerðist svo reglulega að öxlin fór hálfa leið úr liðnum við sérstakar hreyfingar." „Þetta var þó ekkert stórvandamál í leikjum. Eftir tímabilið var svo ákveðið að reyna að laga þetta og þar sem ég hafði aldrei farið algerlega úr liðnum var ákveðið að reyna að styrkja öxlina með sjúkraþjálfun í stað þess að fara strax í aðgerð enda er það alltaf síðasta úrræðið." „Mér fannst þetta svo ganga ágætlega. Ég tók þátt í æfingum með liðinu og þó svo ég hafi alltaf fundið aðeins fyrir þessu fannst mér þetta á réttri leið." „Það var svo fyrir einni og hálfri viku síðan að ég var að verja skot og þurfti að teygja mig eftir boltanum. Þar með var ég ekki að verja öxlina og hún fór algerlega úr lið." „Þá kom í ljós að það vandamálið er ekki í vöðvunum sem halda öxlinni í lið heldur er vefurinn sem er á milli kúlu og liðarins væntanlega eitthvað skaddaður. Það verður ekki lagað nema með aðgerð." „Ég held að það sé ljóst að hvorki mér né liðinu sé einhver greiði gerður með því að láta mig þjösnast áfram á þessu. Það hlýtur að teljast galli fyrir markverði að eiga það á hættu að fara úr lið í hvert sinn sem boltinn kemur á markið," sagði hann í léttum dúr. Ómar segir tímasetninguna vissulega afar slæma en nú sé það undir Magnúsi Þormari, varamarkverði Ómars, að standa vaktina í Keflavíkurmarkinu. „Liðið mun lifa þetta af - það er alveg ljóst. Þetta er bara þeim mun leiðinlegra fyrir mig. Ég gerði mér miklar vonir fyrir tímabilið enda átti ég ágætis tímabil í fyrra. Ég var að verða nokkuð heill og sá ekki fram á annað en að eiga ágætis tímabil nú í sumar." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Hætt er við því að Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, spili lítið sem ekkert með sínum mönnum í sumar þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð á öxl í byrjun næsta mánaðar. „Það er stefnt að því að aðgerðin fari fram 11. mars en vonandi verður það fyrr," sagði Ómar sem meiddist upphaflega skömmu áður en Íslandsmótið hófst á síðasta tímabili. „Skömmu fyrri mót fékk ég högg á öxlina og hún fór hálfa leið úr liðnum áður en hún hrökk sjálf aftur í lið," sagði Ómar. „Það gafst ekki tími til að laga þetta almennilega fyrir mót og því var ég að þjösnast á þessu allt sumarið. Það gerðist svo reglulega að öxlin fór hálfa leið úr liðnum við sérstakar hreyfingar." „Þetta var þó ekkert stórvandamál í leikjum. Eftir tímabilið var svo ákveðið að reyna að laga þetta og þar sem ég hafði aldrei farið algerlega úr liðnum var ákveðið að reyna að styrkja öxlina með sjúkraþjálfun í stað þess að fara strax í aðgerð enda er það alltaf síðasta úrræðið." „Mér fannst þetta svo ganga ágætlega. Ég tók þátt í æfingum með liðinu og þó svo ég hafi alltaf fundið aðeins fyrir þessu fannst mér þetta á réttri leið." „Það var svo fyrir einni og hálfri viku síðan að ég var að verja skot og þurfti að teygja mig eftir boltanum. Þar með var ég ekki að verja öxlina og hún fór algerlega úr lið." „Þá kom í ljós að það vandamálið er ekki í vöðvunum sem halda öxlinni í lið heldur er vefurinn sem er á milli kúlu og liðarins væntanlega eitthvað skaddaður. Það verður ekki lagað nema með aðgerð." „Ég held að það sé ljóst að hvorki mér né liðinu sé einhver greiði gerður með því að láta mig þjösnast áfram á þessu. Það hlýtur að teljast galli fyrir markverði að eiga það á hættu að fara úr lið í hvert sinn sem boltinn kemur á markið," sagði hann í léttum dúr. Ómar segir tímasetninguna vissulega afar slæma en nú sé það undir Magnúsi Þormari, varamarkverði Ómars, að standa vaktina í Keflavíkurmarkinu. „Liðið mun lifa þetta af - það er alveg ljóst. Þetta er bara þeim mun leiðinlegra fyrir mig. Ég gerði mér miklar vonir fyrir tímabilið enda átti ég ágætis tímabil í fyrra. Ég var að verða nokkuð heill og sá ekki fram á annað en að eiga ágætis tímabil nú í sumar."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira