Morðið á Dalshrauni: „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Valur Grettisson skrifar 18. ágúst 2009 15:54 Húsið þar sem atvikið átti sér stað. „Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09
Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14
Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17
Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35