Morðið á Dalshrauni: „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Valur Grettisson skrifar 18. ágúst 2009 15:54 Húsið þar sem atvikið átti sér stað. „Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
„Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09
Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14
Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17
Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35