Morðið á Dalshrauni: „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Valur Grettisson skrifar 18. ágúst 2009 15:54 Húsið þar sem atvikið átti sér stað. „Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
„Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09
Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14
Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17
Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent