Enski boltinn

Beckham hjá Milan út leiktíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í leik með AC Milan.
David Beckham í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports hefur LA Galaxy gefið grænt ljós á að David Beckham verði hjá AC Milan út leiktíðina á Ítalíu.

Beckham hefur ítrekað lýst yfir vilja sínum að vera áfram á Ítalíu en samningaviðræður hafa staðið á milli félaganna í dágóðan tíma.

Samkvæmt frétt Sky Sports snýr Beckham svo aftur til Bandaríkjanna í byrjun júní og spilar með LA Galaxy á seinni hluta tímabilsins í Bandaríkjunum.

Upphaflega átti lánssamningur hans að renna út 9. mars næstkomandi. En Beckham hefur staðið sig vel hjá AC Milan og hafa forráðamenn liðsins ólmir viljað halda honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×