Enski boltinn

Arsenal að tryggja sér Arshavin

Elvar Geir Magnússon skrifar

Allt bendir til þess að Andrei Arshavin, miðjumaður Zenit frá Pétursborg, verði orðinn leikmaður Arsenal í kvöld. Kaupin virtust í óvissu fyrr í dag eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum milli félagana.

En Sky greinir frá því að samkomulag hafi náðst og Arshavin hafi samþykkt kaup og kjör. Það á þó eftir að ganga frá einhverjum smáatriðum milli Arshavin og Zenit en reiknað er með því að það verði formsatriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×