Lífið

Neeson snýr aftur eftir andlát Natöshu

Leikarahjónin Natasha Richardsson og Liam Neeson.
Leikarahjónin Natasha Richardsson og Liam Neeson.
Leikarinn Liam Neeson snýr á næstunni aftur til starfa eftir andlát eiginkonu hans, leikkonunnar Natöshu Richardson, um miðjan síðasta mánuð. Neeson mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Clash of the Titans og hefjast tökur á myndinni í lok mánaðarins.

Þar munu hana og Ralph Fiennes sameinast á nýjan leik en þeir hafa ekki leikið saman síðan í óskarsverðlaunamyndinni Schindler's List árið 1993.

Natasha lést af áverkum sem hún fékk eftir léttvægt högg sem hún hlaut á höfði 19. mars, en leikkonan slasaðist í skíðabraut fyrir byrjendur í Kanada.

Natasha var nokkuð þekkt kvikmyndastjarna. Hún vann meðal annars hin eftirsóttu Tony verðlaun og þá lék hún mikið á sviði.

Natasha og Neeson giftust 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.