Innlent

Friður á Írskum dögum

Írskir dagar árið 2007.
Írskir dagar árið 2007.

Engin stórmál hafa komið upp hjá lögreglunni á Akranesi en þar fara nú í hönd útihátíðin Írskir dagar. Að sögn varðstjóra var nokkuð um ölvun og talsverður erill á lögreglu en nóttin gekk stóráfallalaust fyrir sig.

Hátíðin hefur verið umtöluð undanfarin ár en hún var fyrir barðinu á svokölluðum SMS-hátíðum þar sem unglingar láta smáskilaboðin ganga sín á milli og mæta svo á útihátíðina í hundruða tali. Þessum hátíðum fylgja gríðarlegt álag fyrir lögreglunnar.

Svo virðist sem Írskir dagar séu lausir við þessi ungmenni og ber hátíðin friðsælli brag en áður að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×