Innlent

Fleiri en tíu þúsund í Fjölskyldugarðinum

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Mikill mannfjöldi sótti Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en þar var sannkölluð rjómablíða. Meðal þeirra sem stigu á stokk voru Skoppa og Skrítla, Glanni glæpur úr Latabæ og hljómsveitin Stuðmenn.

Undanfarin ár hefur hátíðin verið vel sótt og á því var engin undantekning í ár en áætlað er að hátt í 11 þúsund gestir hafi verið þar í dag.

Ekki var annað að sjá en að unga kynslóðin kynni vel við Stuðmenn þrátt fyrir að þekkja lítið til hljómsveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×