Fótbolti

Landsliðsdyrnar opnar fyrir Ronaldo

Ronaldo fagnar marki á HM 2006
Ronaldo fagnar marki á HM 2006 Nordic Photos/Getty Images

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Corinthians segist ekki vera búinn að útiloka að spila aftur með landsliði sínu ef hann nær sér á fullt skrið aftur eftir meiðsli.

Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið eftir ársfjarveru vegna meiðsla á dögunum en hann hefur ekki komið við sögu með þeim gulu síðan hann sló í gegn á HM árið 2006.

"Ég á mér draum um að spila aftur með landsliðinu. Dagar mínir með landsliðinu voru einhver ánægjulegasti tími lífs míns og ég vona að ég geti náð mér á strik aftur svo ég eigi aftur möguleika á að komast í landsliðið," sagði Ronaldo í samtali við Globoesporte.com.

Landsliðsþjálfarinn Dunga segir ekkert því til fyrirstöðu að Ronaldo fái annað tækifæri ef hann nær sér á strik á ný.

"Ef Ronaldo nær sér aftur í það form sem hann var í áður en hann meiddist, gæti vel verið að hann fengi annað tækifæri með landsliðinu," sagði Dunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×