Enski boltinn

Emerton úr leik hjá Blackburn

NordicPhotos/GettyImages

Ástralski landsliðsmaðurinn Brett Emerton spilar ekki meira með liði sínu Blackburn á leiktíðinni eftir að í ljós kom að hann er með skaddað krossband.

Emerton meiddist á hnénu í leik Blackburn og Middlesbrough um helgina.

Það kemur væntanlega í hlut nýjasta liðsmannsins El Hadji Diouf að leysa hann af hólmi, en Sam Allardyce var að kaupa hann frá Sunderland eftir að hafa unnið með honum hjá Bolton á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×