Innlent

Vill funda með borgarstjóra um minnisvarða um Helga Hóseasson

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Hóseasson stillti sér yfirleitt upp á gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar. Myndin er úr heimildarmyndinni Mótmælandi Íslands, sem var sýnt á RÚV.
Helgi Hóseasson stillti sér yfirleitt upp á gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar. Myndin er úr heimildarmyndinni Mótmælandi Íslands, sem var sýnt á RÚV.
„Við erum á byrjunarreit en ég vonast til þess að þegar fleiri frétti af söfnuninni að þá fari eitthvað að streyma inn," segir Alexander Freyr Einarsson . Hann hefur í samráði við ættingja Helga Hóseassonar ákveðið að hrinda af stað söfnun til þess að hægt verði að reisa minnisvarða um Mótmælanda Íslands, eins og Helgi var oft kallaður.

Alexander ætlar að biðja um fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra til að ræða um minnisvarðann og staðsetningu hans. „Ég er ekki ennþá viss um hvort það eigi að vera stytta eða eitthvað annað en ég myndi vilja hafa þetta á horninu þar sem hann að hann stóð alltaf," segir Alexander.

Vel á þriðja tug þúsund manna hafa skráð sig á sérstaka Facebook síðu til að krefjast styttunnar og vonar Alexander að sem flestir þeirra sjái sér fært um að leggja einhvern pening í söfnunina.

Fyrir áhugasama má benda á að reikningsnúmer söfnunarinnar er 0323-26-002289 og kennitalan 260390-2289.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×