Innlent

Umboðsmaður Alþingis hefur ekki fengið svar frá Vinnumálastofnun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Spanó, umboðsmaður Alþingis, segir ekki óalgengt að stjórnvöld fái frest til að svara slíkum spurningum. Mynd/ GVA.
Róbert Spanó, umboðsmaður Alþingis, segir ekki óalgengt að stjórnvöld fái frest til að svara slíkum spurningum. Mynd/ GVA.
Umboðsmaður Alþingis hefur ekki fengið svar frá Vinnumálastofnun vegna fyrirspurnar um nokkur atriði varðandi greiðslur á atvinnuleysisbótum.

Svarið átti að berast fyrir 1. september en tilefni fyrirspurnarinnar var frétt á Vísi þar sem fjallað var um aðstæður atvinnulausrar konu. Greiðsla atvinnuleysisbóta til hennar hafði verið frestað um mánaðamótin júní/júlí með vísan til þess að hún hafði fengið greidd mæðralaun.

Vildi Umboðsmaður Alþingis fá staðfestingu Vinnumálastofnunar á efni fréttarinnar, hversu margir hefðu af þessum sökum ekki fengið atvinnuleysisbætur sínar greiddar á réttum tíma um þessi sömu mánaðamót og hvenær þær hefðu að lokum verið greiddar.

Róbert Spanó, umboðsmaður Alþingis, segir að Vinnumálastofnun hafi fengið frest í tíu daga til að svara spurningunum. Það sé ekki óalgengt að stjórnvöld fái frest í tíu daga til að svara slíkum fyrirspurnum sem krefjist gagnaöflunar.






Tengdar fréttir

Fékk sjokk þegar bæturnar skiluðu sér ekki

„Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×