Enski boltinn

Everton og Liverpool mætast á ný í kvöld

Tim Cahill og félagar freista þess að slá Liverpool út úr bikarnum í kvöld
Tim Cahill og félagar freista þess að slá Liverpool út úr bikarnum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Grannarnir og erkifjendurnir Everton og Liverpool mætast enn og aftur í kvöld þegar þau spila aukaleik í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar á Goodison Park. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20.

Ekki er reiknað með því að knattspyrnustjórarnir geri margar breytingar á liðum sínum frá síðasta leik.

David Moyes stjóri Everton er enn í bullandi vandræðum með meidda framherja sína og er án þeirra Yakubu, Louis Saha og James Vaughan - auk þess sem Brasilíumaðurinn Jo sem félagið keypti í janúarglugganum er ekki löglegur með liðinu í bikarnum.

Rafa Benitez er ekki í teljandi vandræðum vegna meiðsla en reyndar bakvörðurinn Phillip Degen úr leik næstu vikurnar vegna fótbrots.

Leikmannahópar liðanna í kvöld:

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Lescott, Baines, Anichebe, Gosling, Castillo, Rodwell, Neville, Osman, Arteta, Fellaini, Pienaar, Cahill, Nash, Yobo, Van der Meyde, Jacobsen, Jutkiewicz.

Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Agger, Hyypia, Aurelio, Dossena, Benayoun, Babel, Gerrard, Mascherano, Lucas, Alonso, Kuyt, Torres, Ngog, Riera, Cavalieri.

Leikir kvöldsins í enska bikarnum (aukaleikir í fjórðu umferð):

Aston Villa - Doncaster 19:45

Nottm Forest - Derby 19:45

Blackburn - Sunderland 20:00

Everton - Liverpool 20:10








Fleiri fréttir

Sjá meira


×