Innbúi stolið - Tryggingafélagið neitar að borga tjónið Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. ágúst 2009 13:00 Einstæð þriggja barna móðir tapaði innbúi að verðmæti 2 milljónum króna þegar brotist var inn til hennar í maí síðastliðnum. Konan, sem heitir Ellen Ásdís Erlingsdóttir, bjó í Svíþjóð þegar innbrotið var framið en hafði leigt út íbúðina með öllu innbúinu. Tryggingafélagið Vörður, sem konan tryggir hjá, segir að ekki hafi verið brotist inn hjá konunni og neitar að bæta henni tjónið. Lögreglunni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir Í lögregluskýrslu um málið, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að leigjandinn hafi verið fjarverandi helgina sem brotist var inn. Við athugun hafi lögreglan tekið eftir að spenntur hafði verið upp lítill opnanlegur gluggi, inn í stofu. Sjá mátti lítil för að glugganum að utan. Stormjárnið hafi síðan verið skrúfað laust. Búið var að ýta sófanum frá gluggakistunni en einkennilegt væri að ekkert kám væri á rykinu í gluggakistunni. Einnig hafi gardínurnar verið mjög rykugar en það hafi heldur engin sjáanleg hreyfing verið á rykinu. Þá sagði leigjandi íbúðarinnar við lögreglu að svalarhurðin að íbúðinni hafi verið lokuð en ólæst. Hann hafi hins vegar talið sig hafa læst hurðinni þegar hann fór að heiman. Nágranni sagði hins vegar við lögreglumenn að hanni hafi orðið var við grunsamlegar mannaferðir.Í lögregluskýrslunni kemur fram að gluggi hafi verið spenntur upp.Neita að greiða tjónið Þegar Ellen krafðist þess að fá tjón sitt bætt hjá tryggingafélaginu Verði fékk hún svar í bréfi um að skýrsla lögreglunnar sé ekki sönnun fyrir tjóni. Augljóst sé að ekki hafi verið farið inn um gluggann í stofunni, enda hefði það skilið eftir sig ummerki, sökum þess að mikið ryk var í gluggakistunni og á gardínum. Ryk hafi hins vegar verið óhreyft og því fallist Vörður ekki á að um innbrot hafi verið að ræða. Því fellst tryggingafélagið ekki á bótaskyldu. Ellen segir að augljóst að tryggingafélagið telji að innbrotið hafi verið sviðsett. Hún segist hins vegar enga ástæðu til að gruna leigjandann sinn um að hafa stolið innbúinu. Ellen segist vera búin að reyna að ná fram rétti sínum í málinu frá því að hún flutti aftur til Íslands í byrjun júlí. Næsta úrræði sem hún hafi sé að áfrýja til Úrskurðarnefndar um áfrýjunarmál. „Ég er ekkert búinn að gefast upp," segir Ellen Ásdís. Hún segir málið sérstaklega erfitt þar sem tjónið nemi tveimur milljónum króna. Hún sé einstæð, allslaus og með þrjú börn. Vörður tjáir sig ekki Vísir hafði samband við Jón Halldórsson hjá tjónadeild Varðar, en hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Einstæð þriggja barna móðir tapaði innbúi að verðmæti 2 milljónum króna þegar brotist var inn til hennar í maí síðastliðnum. Konan, sem heitir Ellen Ásdís Erlingsdóttir, bjó í Svíþjóð þegar innbrotið var framið en hafði leigt út íbúðina með öllu innbúinu. Tryggingafélagið Vörður, sem konan tryggir hjá, segir að ekki hafi verið brotist inn hjá konunni og neitar að bæta henni tjónið. Lögreglunni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir Í lögregluskýrslu um málið, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að leigjandinn hafi verið fjarverandi helgina sem brotist var inn. Við athugun hafi lögreglan tekið eftir að spenntur hafði verið upp lítill opnanlegur gluggi, inn í stofu. Sjá mátti lítil för að glugganum að utan. Stormjárnið hafi síðan verið skrúfað laust. Búið var að ýta sófanum frá gluggakistunni en einkennilegt væri að ekkert kám væri á rykinu í gluggakistunni. Einnig hafi gardínurnar verið mjög rykugar en það hafi heldur engin sjáanleg hreyfing verið á rykinu. Þá sagði leigjandi íbúðarinnar við lögreglu að svalarhurðin að íbúðinni hafi verið lokuð en ólæst. Hann hafi hins vegar talið sig hafa læst hurðinni þegar hann fór að heiman. Nágranni sagði hins vegar við lögreglumenn að hanni hafi orðið var við grunsamlegar mannaferðir.Í lögregluskýrslunni kemur fram að gluggi hafi verið spenntur upp.Neita að greiða tjónið Þegar Ellen krafðist þess að fá tjón sitt bætt hjá tryggingafélaginu Verði fékk hún svar í bréfi um að skýrsla lögreglunnar sé ekki sönnun fyrir tjóni. Augljóst sé að ekki hafi verið farið inn um gluggann í stofunni, enda hefði það skilið eftir sig ummerki, sökum þess að mikið ryk var í gluggakistunni og á gardínum. Ryk hafi hins vegar verið óhreyft og því fallist Vörður ekki á að um innbrot hafi verið að ræða. Því fellst tryggingafélagið ekki á bótaskyldu. Ellen segir að augljóst að tryggingafélagið telji að innbrotið hafi verið sviðsett. Hún segist hins vegar enga ástæðu til að gruna leigjandann sinn um að hafa stolið innbúinu. Ellen segist vera búin að reyna að ná fram rétti sínum í málinu frá því að hún flutti aftur til Íslands í byrjun júlí. Næsta úrræði sem hún hafi sé að áfrýja til Úrskurðarnefndar um áfrýjunarmál. „Ég er ekkert búinn að gefast upp," segir Ellen Ásdís. Hún segir málið sérstaklega erfitt þar sem tjónið nemi tveimur milljónum króna. Hún sé einstæð, allslaus og með þrjú börn. Vörður tjáir sig ekki Vísir hafði samband við Jón Halldórsson hjá tjónadeild Varðar, en hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira