Innlent

Óttast svarta atvinnustarfsemi í veitingarekstri

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Mynd/Auðunn Níelsson

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, óttast að svört atvinnustarfsemi í veitingarekstri fari aftur á fulla ferð með hækkandi sköttum. Hærri skattar koma illa niður á fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda þegar búið að ganga frá flestum samningum fyrir komandi ár.

„Þegar að virðisaukaskatturinn var lækkaður niður í 7% þá dró mjög mikið úr samkeppni við svarta starfsemi. Það gefur auga leið að þegar þetta fer aftur til baka er mjög mikil hætta á því sú starfsemi fari aftur á fulla ferð," sagði Erna í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.










Tengdar fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir

Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða alsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×