Innlent

Frambjóðandi veit ekki í hvaða sæti hann lenti

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður.
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður.
,,Ég hef ekki frekar en aðrir sem höfnuðu neðar en 12. sæti ekki hugmynd um hvort ég hafnaði í 13. sæti eða 29. sæti. Þessi leynd er afar sérkennileg og alveg ástæðulaus," segir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður. Hún sóttist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en var ekki meðal 12 efstu.

Kolbrún segir í pistli á heimasíðu sinni að kjörsókn hafi verið afleit og engin endurnýjun hafi átt sér stað.

Kolbrún segir að slagorðið stétt með stétt ekki eiga við núna. ,,Af 12 efstu er einn hagfræðingur, einn hagfræðinemi, fjórir lögfræðingar, einn laganemi, einn stjórnmálafræðingur, einn stærðfræðingur, tveir hjúkrunarfræðingur. Stéttirnar sem þessir 12 eru fulltrúar fyrir eru því afar fáar."
Tengdar fréttir

Niðurstöður úr prófkjörum flokkanna

Úrslit réðust í fjölmörgum prófkjörum í gær og í nótt. Illugi Gunnarsson hreppti efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Illugi fékk ríflega helmingi fleiri atkvæði í fyrsta sætið en keppinautur hans Guðlaugur Þór Þórðarson sem hafnaði í öðru sæti. Alls tóku tæplega 8 þúsund manns þátt í prófkjörinu en talningu lauk skömmu fyrir miðnætti í gær. Pétur Blöndal hlaut þriðja sætið og Ólöf Nordal fjórða. Þar á eftir komu þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Ásta Möller hafnaði í sjöunda sæti og Erla Ósk Ásgeirsdóttir í því áttunda

Ólöf Nordal: Slakur árangur kvenna kemur á óvart

Ólöf Nordal, sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir að það hafi komið sér á óvart að konur skyldu ekki fá betri kosningu í prófkjörinu í gær. Ólöf er eina konan í efstu sex sætunum

Fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafnað

Fjórum núverandi þingmönnum var hafnað í prófkjörum sjálfstæðisflokksins í gær. Kosningaþátttaka var mun dræmari nú en fyrir tveimur árum eða sem nemur 20 prósentum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.