Íslenski boltinn

Baldur ákveður sig eftir helgi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur ætlar á völlinn í kvöld.
Baldur ætlar á völlinn í kvöld. Mynd/Vilhelm

Miðjumaðurinn Baldur Sigurðsson mun ekki ákveða fyrr en eftir helgina með hvaða liði hann spilar næsta sumar.

Baldur hefur verið í viðræðum við KR, FH og Val og ljóst að hann semur við eitthvað þessara liða.

Mývetningurinn er ekkert að ana að neinu og vill meðal annars sjá liðin spila áður en hann gerir upp hug sinn.

Hann sá Val spila við HK í gær og svo sá hann líka leik FH og Stjörnunnar.

Baldur ætlar svo að skoða KR-liðið í kvöld þegar það mætir Fylki í úrslitum Reykjavíkurmótsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×