Erlent

Churchill var ósáttur við loftvarnabyrgi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Winston Churchill.
Winston Churchill.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni, varð æfur af reiði þegar hann uppgötvaði að loftvarnabyrgi ætlað honum var alls ekki sprengjuhelt. Hulunni hefur nú verið svipt af bréfum sem fóru milli hans og ritara forsætisráðuneytisins þar sem ráðherrann skammast yfir því að hann hafi verið blekktur. Eftir að sprengja sprakk nálægt byrginu í október 1940 og skaddaði það lét Churchill bæta nýjum steypuhjúp utan á byrgið til þess að styrkja það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×