Birkir Jón: Lofar ekki góðu ef ríkisstjórnin er klofin í ESB máli 5. maí 2009 10:23 Birkir Jón Jónsson. MYND/GVA Birkir Jón Jónsson. varaformaður Framsóknarflokksins segir það ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um Evrópumálin og ætli sér þess í stað að leggja spurninguna um hvort hefja eigi aðildarviðræður í dóm Alþingis eins og Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir. Hann segist hlynntur aðildarviðræðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Mér finnst þetta nú ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin ætlar að fara klofin af stað í máli sem þessu," segir Birkir. „Það veit örugglega ekki á gott með framhaldið. En við eigum eftir að sjá hvernig stjórnin kemur með málið inn í þingið og það er allt mjög óljóst í þessu. Ég ætla þessvegna að veita þessari ríkisstjórn svigrúm til athafna. En við hljótum samt að kalla eftir því að hún klári þennan stjórnarsáttmála þannig að það verði hægt að fara að ráðast í einhverjar raunverulegar aðgerðir. Það er mikil óþreyja í okkur framsóknarmönnum að þing komi saman og að menn fari að setjast yfir það verkefni að takast á við bráðavanda í efnahagsmálum þjóðarinnar." Þegar Birkir er spurður hvort einhugur sé á meðal framsóknarmanna um að hefja aðildarviðræður segir hann: „Stefna flokksins er skýr í þeim málum. En ef þetta fer svona kemur þetta væntanlega sem þingsályktunartillaga inn í þingið frá klofinni ríkisstjórn. Ég ætla mér því að bíða með að sjá hvernig þetta atvikast og hvernig orðalagið verður. Ég er hlynntur því að það verði farið í viðræður við Evrópusambandið, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, líkt og landsfundur okkar hefur samþykkt." sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir þingkona framsóknar tekur í svipaðan streng og varaformaðurinn. „Ég verð nú að segja að ef þetta er niðustaðan þá er þetta ótrúlega aum ríkisstjórn. Ég verð að segja fyrir mína parta að ég á mjög erfitt með að treysta Samfylkingunni til að semja við Evrópusambandið. Það voru nú fulltrúar þeirra sem sömdu um Icesave og niðurstaðan úr því er ekki eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir," segir Eygló og bætir því við að þar hafi menn verið tilbúnir til þess að „gera hvað sem er á móti því að okkur yrði hugsanlega hleypt hratt inn í ESB," segir Eygló. „Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki einu sinni samið um málið sín á milli, hvernig í ósköpunum eiga þeir þá að fara að því að semja um þvílíkt stórmál fyrir íslensku þjóðina," segir hún að lokum. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Birkir Jón Jónsson. varaformaður Framsóknarflokksins segir það ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um Evrópumálin og ætli sér þess í stað að leggja spurninguna um hvort hefja eigi aðildarviðræður í dóm Alþingis eins og Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir. Hann segist hlynntur aðildarviðræðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Mér finnst þetta nú ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin ætlar að fara klofin af stað í máli sem þessu," segir Birkir. „Það veit örugglega ekki á gott með framhaldið. En við eigum eftir að sjá hvernig stjórnin kemur með málið inn í þingið og það er allt mjög óljóst í þessu. Ég ætla þessvegna að veita þessari ríkisstjórn svigrúm til athafna. En við hljótum samt að kalla eftir því að hún klári þennan stjórnarsáttmála þannig að það verði hægt að fara að ráðast í einhverjar raunverulegar aðgerðir. Það er mikil óþreyja í okkur framsóknarmönnum að þing komi saman og að menn fari að setjast yfir það verkefni að takast á við bráðavanda í efnahagsmálum þjóðarinnar." Þegar Birkir er spurður hvort einhugur sé á meðal framsóknarmanna um að hefja aðildarviðræður segir hann: „Stefna flokksins er skýr í þeim málum. En ef þetta fer svona kemur þetta væntanlega sem þingsályktunartillaga inn í þingið frá klofinni ríkisstjórn. Ég ætla mér því að bíða með að sjá hvernig þetta atvikast og hvernig orðalagið verður. Ég er hlynntur því að það verði farið í viðræður við Evrópusambandið, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, líkt og landsfundur okkar hefur samþykkt." sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir þingkona framsóknar tekur í svipaðan streng og varaformaðurinn. „Ég verð nú að segja að ef þetta er niðustaðan þá er þetta ótrúlega aum ríkisstjórn. Ég verð að segja fyrir mína parta að ég á mjög erfitt með að treysta Samfylkingunni til að semja við Evrópusambandið. Það voru nú fulltrúar þeirra sem sömdu um Icesave og niðurstaðan úr því er ekki eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir," segir Eygló og bætir því við að þar hafi menn verið tilbúnir til þess að „gera hvað sem er á móti því að okkur yrði hugsanlega hleypt hratt inn í ESB," segir Eygló. „Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki einu sinni samið um málið sín á milli, hvernig í ósköpunum eiga þeir þá að fara að því að semja um þvílíkt stórmál fyrir íslensku þjóðina," segir hún að lokum.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira