Innlent

Óbreytt sala á áfengi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sala áfengis hefur verið nánast óbreytt frá því í fyrra. Mynd/ Anton.
Sala áfengis hefur verið nánast óbreytt frá því í fyrra. Mynd/ Anton.
Þrátt fyrir verri efnahagsaðstæður er sala áfengis fyrstu 9 mánuði þessa árs nánast óbreytt frá því sem var í fyrra, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Vínbúðanna.

Það sem af er þessu ári hefur sala á rauðvíni dregist saman um 1,7% í magni á milli ára, sala á hvítvíni hefur aftur á móti aukist um 6,4%. Sala á lagerbjór hefur aukist á milli ára um 1,5% en dregið hefur úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka á árinu.

Sala á áfengi í september í ár var hins vegar 2,7% minni í ár en hún var í sama mánuði fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×