Innlent

Sektað á Barónsstíg

Brot 76 ökumanna voru mynduð á Barónsstíg í Reykjavík í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Barónsstíg í norðurátt, að Egilsgötu.

Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 197 ökutæki þessa akstursleið og því ók vel yfir þriðjungur ökumanna, eða 39 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sjö óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 59.

Vöktun lögreglunnar á Barónsstíg, en við götuna er Austurbæjarskóli, er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×