Fótbolti

Hvað var Kamerún að spá? - Verstu búningar áratugarins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Campos er í sérflokki hvað búninga varðar. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra.
Campos er í sérflokki hvað búninga varðar. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Nordicphotos/GettyImages
Árið er ekki bara að líða heldur fyrsti áratugur 21. aldarinnar. Vísir hefur þegar birt frétt um að Frank Lampard sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þennan áratuginn en af nógu er að taka.

Verstu búningar áratugarins er eitt þeirra. Hvað var Kamerún til dæmis að spá á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu? Ermalausir búningar vöktu ekki mikla lukku. Plús fyrir að reyna þó.

Jorge Campos hinn litríki fær líka sinn stall líkt og á hann reyndar skilið heiðursútnefningu - og fáránlegir búningar Athletic Bilbao og Partick Thistle eru líka í upptalningunni.

Smelltu hér til að sjá umfjöllun ESPN Soccernet um verstu búninga áratugarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×