Vísbendingar um að landflótti sé hafinn 19. maí 2009 20:50 Búslóðaflutningum frá Íslandi hefur fjölgað um helming á milli ára og jafngildir því að daglega flytji að minnsta kosti ein fjölskylda til annars lands. Þetta kann að vera vísbending um að landflótti sé skollinn á. Linnulausar fyrirspurnir berast skipafélögunum - Eimskip og Samskip - um kostnað vegna búslóðaflutninga frá Íslandi. Hjá Eimskip fór þegar að bera á fjölgun búslóðaflutninga í byrjun ársins og í apríl hafði orðið helmingsaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Frá áramótum hefur félagið flutt alls 151 búslóð, sem eru 38 að meðaltali á mánuði. Það þýðir að ein fjölskylda - og gott betur - er hvern dag að flytja af landi brott. Íslendingar eru að mestu sagðir vera á bak við þessar tölur og einhverjir útlendingar sem þá hafa búið á Íslandi um árabil og fest hér rætur. Farandverkamenn eru ekki sagðir meðtaldir. Vinnumálastofnun gerði ráð fyrir landflótta þegar kæmi fram á vorið og eru vísbendingar um að þær spár séu að ganga eftir. Merkjanleg aukning er á flutningum til Noregs, en þá á kostnað hinna Norðurlandanna. Það er einmitt þangað sem ung íslensk hjón, þau Erna Rán Arndísardóttir og Ingólfur Þór Tómasson, ætla að flytja með fjölskyldu sína í lok þessarar viku. Þegar fréttastofu bar að garði var verið að pakka niður í kassa og mála, en íbúðina var erfitt að selja og verður í útleigu fyrst um sinn. Þau segja margar ástæður fyrir flutningunum. Ein sé sú að þau reki ferðaþjónustu á Íslandi, en nokkurs konar systurfyrirtæki ytra, og ákveðið hafi verið að búa til ný tækifæri í kreppunni og ráðast í uppbyggingu þess. Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Búslóðaflutningum frá Íslandi hefur fjölgað um helming á milli ára og jafngildir því að daglega flytji að minnsta kosti ein fjölskylda til annars lands. Þetta kann að vera vísbending um að landflótti sé skollinn á. Linnulausar fyrirspurnir berast skipafélögunum - Eimskip og Samskip - um kostnað vegna búslóðaflutninga frá Íslandi. Hjá Eimskip fór þegar að bera á fjölgun búslóðaflutninga í byrjun ársins og í apríl hafði orðið helmingsaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Frá áramótum hefur félagið flutt alls 151 búslóð, sem eru 38 að meðaltali á mánuði. Það þýðir að ein fjölskylda - og gott betur - er hvern dag að flytja af landi brott. Íslendingar eru að mestu sagðir vera á bak við þessar tölur og einhverjir útlendingar sem þá hafa búið á Íslandi um árabil og fest hér rætur. Farandverkamenn eru ekki sagðir meðtaldir. Vinnumálastofnun gerði ráð fyrir landflótta þegar kæmi fram á vorið og eru vísbendingar um að þær spár séu að ganga eftir. Merkjanleg aukning er á flutningum til Noregs, en þá á kostnað hinna Norðurlandanna. Það er einmitt þangað sem ung íslensk hjón, þau Erna Rán Arndísardóttir og Ingólfur Þór Tómasson, ætla að flytja með fjölskyldu sína í lok þessarar viku. Þegar fréttastofu bar að garði var verið að pakka niður í kassa og mála, en íbúðina var erfitt að selja og verður í útleigu fyrst um sinn. Þau segja margar ástæður fyrir flutningunum. Ein sé sú að þau reki ferðaþjónustu á Íslandi, en nokkurs konar systurfyrirtæki ytra, og ákveðið hafi verið að búa til ný tækifæri í kreppunni og ráðast í uppbyggingu þess.
Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira