Innlent

Geir stendur við svarið um Icesave

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, stendur við svar sem hann gaf Alþingi um Icesave reikningana. Siv Friðleifsdóttir spurði hann hvort hann hefði vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að Icesave reikningar yrðu færðir í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu.

Geir segir því enn ósvarað hvort um nokkurt slíkt tilboð hafi verið að ræða. Sér hafi að minnsta kosti ekki verið kunnugt um slíkt.

Tryggvi Þór Herbertsson, þáverandi efnahagsráðgjafi Geirs, hefur upplýst að hann hafi sagt Geir frá samskiptum Landsbankamanna og breska fjármálaeftirlitsins.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×