Erlent

Tuttuga ára fangelsi fyrir að þýða kórarinn

Áfrýjunarréttur í Afganistan staðfesti í dag 20 ára fangelsisdóm yfir tveimur mönnum fyrir að hafa þýtt kóraninn yfir á afgönsku og dreift ókeypis.

Þýðingin var ætluð þeim Afgönum sem ekki skilja hinn upprunalega arabíska texta hinnar heilögu bókar múslima. Saksóknari krafðist dauðarefsingar en strangtrúaðir múslimar telja að mennirnir hafi með þýðingunni verið að reyna að falsa orð Múhameðs spámanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×