Erlent

Reyndu að smygla vörum til Gaza

Breska lögreglan upplýsti í morgun að hún hefði handtekið þrjá menn á föstudaginn grunaða um að tengjast hryðjuverkastarfssemi. Mennirnir reyndu að smygla vörum með bílalest sem var á leið til Gaza strandarinnar á vegum breskra góðgerðarsamtaka.

Yfir eitt hundrað vörubíla eru í bílalestinni sem fór frá Bretlandi í gær en mennirnir reyndu að bæta við þremur vöruflutningabílum til viðbótar. Lögreglan vildi ekki upplýsa hverju mennirnir ætluðu að smygla til Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×