Erlent

Samskipti Tyrkja og Ísraela versna

Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, strunsaði út af fundinumí Davos. Við hlið hans sat Simon Peres, forseti Ísraels. MYND/AP
Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, strunsaði út af fundinumí Davos. Við hlið hans sat Simon Peres, forseti Ísraels. MYND/AP

Undanfarnar vikur hafa samskipti Tyrkja og Ísraela verið afar stirð eða allt eftir að Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, rauk öskureiður af ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í lok janúar eftir snörp orðaskipti við Simon Peres, forseta Ísraels. Deiluefnið var árásir Ísraela á Gaza. Erdogan var fagnað sem hetju við heimkomuna til Tyrklands.

Nýlegar yfirlýsingar Avi Mizrahi, ísraelsks herforingja, um deilur Tyrkja við Kúrda og hernám þeirra á Kýpur hafa ekki hjálpað til. Forsvarsmenn tyrkneska hersins hafa gagnrýnt yfirlýsingar Mizrahi.

Gabby Levy, sendiherra Ísraels í Ankara, var til að mynda kallaður í utanríkisráðuneytið þar sem hann var tekinn á teppið.

Stjórnmálaskýrendur segja samkipti þjóðanna í uppnámi. Úrslit ísraelsku þingkosninganna í vikunni muni ekki auðvelda þíðu í samskiptum þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×