Innlent

Héraðssaksóknarar taka ekki til starfa fyrr en 2012

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Mynd/ Daníel.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Mynd/ Daníel.
Embætti héraðssaksóknara munu ekki taka til starfa fyrr en 1. janúar árið 2012 samkvæmt nýju frumvarpi sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag.

Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að með stofnun embættisins myndi rekstrarkostnaður á þessu sviði dómsmálaráðuneytisins aukast um 62 milljónir auk þess sem stofnkostnaður yrði um 10 milljónir. Vegna sparnaðaraðgerða dómsmálaráðuneytisins verði ekki unnt að setja á fót embætti héraðssaksóknara fyrr en árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×