Innlent

Hraðakstur aldrei meiri og innbrotum fjölgar stórlega

Hegningarlagabrot árið 2009 voru 1204 í september samkvæmt afbrotatölfræðiskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009. Þar kemur fram að hegningarlagabrotum hafa fækkað um tæp 7 prósent frá síðasta ári. Hraðakstursbrot hafa aldrei verið jafn mörg og nú.

Þá vekur athygli að umferðarlagabrotum hefur fækkað síðustu tvö árin en þau voru 3.655 í september. Þau voru hinsvegar óvanalega mörg árið 2005, eða yfir 5.300.

Fíkniefnabrotum fækkar verulega á milli ára eða um tæpan helming. Þau voru 83 í september síðastliðnum en voru 156 á síðasta ári. Þegar horft er til síðustu fimm ára má sjá að þessi brot sveiflast mikið á milli ára.

Þjófnaðarbrotum fækkar en eignaspjöllum fjölgar lítillega eða um 10 brot. Innbrotum fjölgar um 14 prósent en um 46 prósent ef horft er til samanburðar við árið 2007. Mikil innbrotaalda hefur riðið yfir landið, meðal annars hefur lögreglan handtekið skipulögð þjófagengi hér á landi.

Hraðakstursbrot voru um 40 þúsund og hafa aldrei verið fleiri. Hinsvegar fækkar áfengis- og fíkniefnalagabrotum á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×