Innlent

Brotist inn í apótek, félagsheimili og bíla

MYND/Hilmar

Tilkynnt var nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í félagsheimilið Breiðfirðingabúð seint í nótt og töluverðu magni af áfengi, sterku og léttu, stolið. EInnig var farið inn í fyrirtæki á Fiskislóð í Reykjavík. Þar hafði hurð verði brotin upp og mikið rótað í húsnæðinu sem er geymsluhúsnæði. Lögregla hefur ákveðinn mann grunaðan en enginn hefur verið handtekinn.

Íbúar á Grundarstíg í Reykjavík urðu fyrir því í nótt að brotist var inn í þrjá bíla í götunni og voru rúður brotnar til þess að komast inn í bílana. Lögregla handtók konu á staðnum sem hafði falið sig inní einni bifreiðinni. Hún mun vera svokallaður góðkunningi lögreglu og var hún vistuð í fangageymslu.

Þá var brotist inn í apótekið Lyfjaval í Hæðarsmára í Kópavogi í nótt. Lögregla rannsakar málið en á staðnum sást til manns með kúbein.

Einnig var gerð tilraun til innbrots í félagsheimili í Mosfellsbæ en þar virðist þrjóturinn hafa horfið á braut þegar þjófavarnarkerfið fór í gang. Einnig var gerð tilraun til innbrots í Lyfju í Garðabæ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×