Ríkisútgjöld aukast á sama tíma og tekjurnar minnka 15. ágúst 2009 07:00 Indriði H. Þorláksson Ríkisútgjöld jukust um 31 prósent á tímabilinu janúar til júní á þessu ári miðað við árið í fyrra. Nema gjöldin 259 milljörðum og hækka um 61 milljarð. Tekjur ríkissjóðs drógust á sama tíma saman um tæp tíu prósent. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu 219 milljarðar króna en þær voru 205 milljarðar þegar uppi var staðið. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í fyrradag. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að þó þetta sé ekki í samræmi við fjárlög sé þetta í takt við það sem menn sáu fram á. „Þarna eru ekki farnar að hafa áhrif þær tekjuaukandi aðgerðir sem farið var í á miðju ári eins og hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi, bensíni og olíu og skattar á háar tekjur og fjármagnstekjur," segir Indriði. Athygli vekur að tekjur vegna fjármagnstekjuskatts aukast um níu prósent. Er það eðlilegt? „Já, þetta er ekkert undarlegt því fjármagnstekjur eru lagðar á brúttó vaxtatekjur að meðtöldum verðbótum. Þegar verðbólga er mikil þá hækkar skattstofninn," segir Indriði. Heildarskatttekjur námu um 178 milljörðum króna og drógust saman um fjórtán prósent frá því árið 2008. Töluvert minni tekjur voru af sköttum á vörum og þjónustu, en þær tekjur drógust saman um tuttugu prósent. Innheimta tekjuskatts einstaklinga dróst saman um sex prósent, en tekjuskattur fyrirtækja og lögaðila um 37 prósent. Tekjur vegna eignaskatts dragast saman um fjörutíu prósent. Aukning er á tekjum vegna áfengis- og tóbaksgjalds um ellefu prósent en skattar á áfengi hækkuðu um 12,5 prósent um síðustu áramót. Hækkaði áfengi aftur um fimmtán prósent 1. júní, og telst því ekki inn í þessar tölur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þessar tölur endurspegla hversu alvarlegt ástandið í ríkisfjármálunum sé. Ríkisstjórnin tekur of létt á ríkisfjármálunum og hún hefur ekki komið fram með raunhæfar lausnir um hvernig taka eigi á málunum, að mati Tryggva. En hver er leiðin, á að hækka skatta frekar? „Það er tvíbent því aukin skattheimta dregur úr fjárfestingum og eyðslu sem þýðir að það dregst saman hvað heimilin eyða miklu," segir Tryggvi. Tekjur vegna virðisaukaskatts drógust saman um 22 prósent. „Það þarf að endurheimta skattgrunnana, ekki pína þá niður endalaust, því það sem það gerir er að draga máttinn úr atvinnulífinu. Þá verður meira atvinnuleysi sem aftur dregur úr neyslu," segir Tryggvi og játar því að þetta sé eins konar vítahringur. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ríkisútgjöld jukust um 31 prósent á tímabilinu janúar til júní á þessu ári miðað við árið í fyrra. Nema gjöldin 259 milljörðum og hækka um 61 milljarð. Tekjur ríkissjóðs drógust á sama tíma saman um tæp tíu prósent. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu 219 milljarðar króna en þær voru 205 milljarðar þegar uppi var staðið. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í fyrradag. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að þó þetta sé ekki í samræmi við fjárlög sé þetta í takt við það sem menn sáu fram á. „Þarna eru ekki farnar að hafa áhrif þær tekjuaukandi aðgerðir sem farið var í á miðju ári eins og hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi, bensíni og olíu og skattar á háar tekjur og fjármagnstekjur," segir Indriði. Athygli vekur að tekjur vegna fjármagnstekjuskatts aukast um níu prósent. Er það eðlilegt? „Já, þetta er ekkert undarlegt því fjármagnstekjur eru lagðar á brúttó vaxtatekjur að meðtöldum verðbótum. Þegar verðbólga er mikil þá hækkar skattstofninn," segir Indriði. Heildarskatttekjur námu um 178 milljörðum króna og drógust saman um fjórtán prósent frá því árið 2008. Töluvert minni tekjur voru af sköttum á vörum og þjónustu, en þær tekjur drógust saman um tuttugu prósent. Innheimta tekjuskatts einstaklinga dróst saman um sex prósent, en tekjuskattur fyrirtækja og lögaðila um 37 prósent. Tekjur vegna eignaskatts dragast saman um fjörutíu prósent. Aukning er á tekjum vegna áfengis- og tóbaksgjalds um ellefu prósent en skattar á áfengi hækkuðu um 12,5 prósent um síðustu áramót. Hækkaði áfengi aftur um fimmtán prósent 1. júní, og telst því ekki inn í þessar tölur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þessar tölur endurspegla hversu alvarlegt ástandið í ríkisfjármálunum sé. Ríkisstjórnin tekur of létt á ríkisfjármálunum og hún hefur ekki komið fram með raunhæfar lausnir um hvernig taka eigi á málunum, að mati Tryggva. En hver er leiðin, á að hækka skatta frekar? „Það er tvíbent því aukin skattheimta dregur úr fjárfestingum og eyðslu sem þýðir að það dregst saman hvað heimilin eyða miklu," segir Tryggvi. Tekjur vegna virðisaukaskatts drógust saman um 22 prósent. „Það þarf að endurheimta skattgrunnana, ekki pína þá niður endalaust, því það sem það gerir er að draga máttinn úr atvinnulífinu. Þá verður meira atvinnuleysi sem aftur dregur úr neyslu," segir Tryggvi og játar því að þetta sé eins konar vítahringur.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira