Erlent

Opnað fyrir gasið

Eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu eru á leið til gasdælustöðva í Úkraínu til að hafa eftirlit með rússagasi sem flæðir um leiðslur þar til viðskiptavina í Mið- og Suður-Evrópu. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna í desember vegna deilna um verð. Þeir sökuðu síðan Úkraínumenn um að stela úr leiðslum gasi sem átti að fara annað og skrúfuðu fyrir það líka. Nú verður opnað fyrir það streymi eftir að ráðamenn í Kænugarði samþykktu í gær að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið. Þannig fá krókloppnir Evrópubúar aftur gas til húshitunar en það getur þó tekið allt upp í þrjá sólahringa að fá fram fullt flæði. Gasdeila Rússa og Úkraínumann er enn óleyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×