Erlent

Vill stjórna lengur

BiðRöð á kjörstað Íbúar í Venesúela greiða atkvæði.fréttablaðið/AP
BiðRöð á kjörstað Íbúar í Venesúela greiða atkvæði.fréttablaðið/AP

Íbúar Venesúela greiddu í gær atkvæði um stjórnar­skrárbreytingu, sem myndi gera Hugo Chavez forseta og öðrum kosnum embættismönnum kleift að bjóða sig fram oftar en tvisvar sinnum.

„Tíu ár eru ekki neitt, ég veit ekki hvað þeir eru að kvarta,“ sagði Chavez á laugardaginn. Hann benti á að Franklin Roosevelt hefði fjórum sinnum verið kosinn forseti Bandaríkjanna.

Kjörtímabil forsetans rennur út árið 2013. Hann vill fá lengri tíma til að ljúka við að koma á sósíalisma í landinu.

Gagnrýnendur segja lýðræðið í hættu ef sami maður getur stjórnað landinu áratugum saman.

Atkvæðagreiðslu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×